Viktor heim og Magnús & Sylvía í mat

Þá er Viktor kominn heim í fjögurra vikna páskafrí. Ég sótti hann til Keflavíkur um þrjú leytið eftir níu tíma ferðalag, hálf lasinn, frá Southampton.. En var orðinn miklu hressari.

Þegar við duttum inn sáum við að Arsenal hafði skorað tvö mörk á Newcastle rétt á meðan við löbbuðum inn, sátum svo stressaðir yfir seinni hálfleik þegar heimamenn reyndu að sækja verðskuldað jöfnunarmark.

Magnús & Sylvía kíktu svo í bláberjalambalæri með okkur.. alltaf gaman að fá þau í heimsókn.