Rólegt föstudagskvöld

Einhverra hluta vegna hefur verið nokkuð stíf dagskrá hjá okkur síðustu mánuði, okkur taldist svo til að þetta væri þriðja (frekar en fjórða) föstudagskvöldið síðan í ágúst í fyrra þar sem ekki er einhver dagskrá, matur, helgarferð, vinnustaðasamkoma eða annar hittingur.

Smá rauðvín og ostasmökkun kom til reyndar greina seinni partinn, en gekk ekki eftir.

Þannig að það var eiginlega fínt að sitja heima og slaka á yfir bjór og bíómynd (þó hún væri í sjónvarpinu).