Sumarbústaður…

Langþráð fríkvöld á laugardegi varð að litlu.. Brynja og Óskar voru í bústað og spurðu hvort við hefðum nokkuð betra að gera en að kíkja til þeirra.. sem við höfðum ekki og drifum okkur austur.. enda má alltaf taka fríkvöld seinna.

Mættum um áttaleytið og tókum góðan tíma í forrétti og snarl, osta, pylsur, skinkur, “brúsettur” að hætti Iðunnar, rauðvín. Kjúklingapasta þegar leið á kvöldið.

Bústaðurinn talsvert betri en lýsingar gáfu til kynna.. en sammála Brynju um betri eldunaraðstöðu.