Bíó og afmæli Brynju

Kíktum á París norðursins og Borgríki 2 í Bíó Paradís.. eiginlega löglega afsakaður að sleppa karate vegna handleggsmeiðsla.

Tvær mjög fínar myndir, rosalegur munur á íslensku bíómyndum seinni ára, öll vinnsla og leikur hefur tekið ótrúlegum framförum.

Fyrir minn smekk var París norðursins á hinn bóginn frekar lítið áhugaverð, fann einhvern veginn engan áhuga á sögunni eða persónunum.

Borgríki var klassísk löggu- spennumynd og mjög vel gerð.. held jafnvel að hún hafi vinninginn þetta árið.. en á samt aðeins eftir að melta.

Þaðan að hitta Brynja og Óskar í drykk eftir matinn í tilefni af afmæli Brynju.

Fótboltinn…

Postulafótboltinn á mánudagskvöldum er ómissandi, jafnvel þó maður sé hálf slasaður og þurfi að standa í hljóðfæraflutningum.

Í þetta skiptið reyndar eitt eftirminnilegasta kvöldið – byrjaði hægt, en svo gekk allt eins og í sögu – það datt einhvern veginn allt réttu megin.