Árshátíð Vantrúar

Við Iðunn mættum á árshátíð Vantrúar – sem var reyndar ekkert sérstaklega fjölmenn – en það vantaði ekkert upp á skemmtilega gesti. Gaman að hitta Eyvind kennara úr MK, sem mætti sem gestur.. og svo alla hina.

Fórum á pöbbarölt á eftir en ég náði ekki að draga hópinn á ObLaDi á Homo & The Sapiens… Við fórum hins vegar á Dillon, þar sem Andrea stóð fyrir frábæru lagavali eins að venju.. mér finnst samt enn skrýtið að heyra “Í nótt” á skemmtistöðum þó lagið sé komið á fjórða áratuginn. 

Einn dyravörðurinn var eitthvað að fullyrða að Iðunn væri drukknari enn hún var, kannski virkaði hún eitthvað völt á fótunum eftir að hafa vaðið skafla á spariskónum.

Enn.. hin voru löngu farin á Ölstofuna – og þegar við komumst loksins þangað voru þau löngu farin af Ölstofunni.