GoutonsVoir hittingur

Enn einn matardagurinn hjá GoutonsVoir… byrjuðum í gufu á Mógilsá þar sem Krissi & Rúna buðu upp á andabringusalat með hvítíni og rauðvíni. Reyndar var helst til kalt fyrir rápið til og frá gufunni. En heitt súkkulaði með Stroh fylgdi eftir gufuna.

Þaðan í Kaldasel þar sem við byrjuðum á fljúgandi hreindýri og átið hélt áfram. Auður & Steini buðu upp á beikon döðlur og svo þetta frábæra reykta hrefnukjöt með sýrðum rjóma og meiru. Þá tóku við hreindýratartar frá Assa & Stínu – toppar alla nautakjötstarta langar leiðir. Eftir smá pásu buðum við Iðunn svo upp á Scaloppine alla Milanese með spaghettí, þeas. kálfasnitsel, sem var bara nokkuð vel heppnað. Stína var ekki sátt við að sleppa eftirrétti og mætti með ís með berjasósu.

Að venju var drukkið eitthvað af víni og bjór og Whisky.. en eitthvað var úthaldið lítið að þessu sinni og upp