Afmæli

Til þess að gera frekar rólegur afmælisdagur, enda búið að vera nóg að gera.. En Iðunn vakti mig með frábærri afmælisgjöf, silfurhring, sem ég hefði ekki getað valið betur sjálfur.. Strákarnir gáfu mér fjóra La Trappe bjóra með glasi, Sylvía kíkti í kaffi með rauðvín í tilfeni dagsins. En við nenntum ekki út að borða og Andrés bjargaði mat frá Austurlandahraðlestinni. Sátum svo reyndar aðeins að vindlareyk og Whisky sulli fram yfir miðnætti.