Postula uppskeru hátíð

Fyrsta stórskemmtun ársins var eins og oft áður uppskeruhátíð fótboltahópsins “Postulanna”.. Við hófum leik í Poolstofunni Lágmúla þar sem ég vann pool-mót dagsins eftir úrslitaleik við Venna – reyndar eftir smá reiknikúnstir. Þaðan í ágæta hamborgara á Hamborgarasmiðjunni við Grensásveg þar sem Tottenham tapaði fyrir Crystal Palace við lítinn fögnuð Magga og Venna.

Þaðan lá leiðin í Kaldasel þar sem skálað var vel og vandlega fyrir árangri síðasta tímabils eftir öllum mögulegum og ómögulegum mælikvörðum. Tommi og Þorvaldur unnu svo spurningakeppni sem Arnar setti upp. Og Sævar vann Arnar í framlengdum úrslitaleik í borðtenniskeppni kvöldsins.

Tómas Árnason

Mættum í jarðarför Tómasar Árnasonar, pabba Tomma.

Einstaklega eftirminnileg tónlistaratriði og alltaf áhugavert að rifja upp merkilegan feril. Ég neita því ekki að ég sakna örlítið þeirrar kynslóðar stjórnmálamanna sem Tómas tilheyrði.

En samúðarkveðjur aftur til fjölskyldunnar.

Fótbolti

Fyrsti dagur í fótbolta á nýju ári.. lét mig hafa það að mæta þrátt fyrir kvef, hálsbólgu og slæma tognun á hendi. Enda ómissandi að mæta í fótbolta á mánudagskvöld og grípa einn bjór á eftir..