Sambindishelgarferð

Fórum með Sambindinu í helgarferð í veiðihús í Kjós.. Góður matur, þó T-bone steikin hafi verið bæði frábær og ekki svo frábær. En félagsskapurinn klikkaði ekki frekar en fyrri daginn, hernámssetrarferð, handbolti, naglavinna, bjórdrykkja, eldamennska, víndrykkja, leikir, spjall.. og jóga hjá sumum. Við Iðunn vorum langduglegust á laugardagskvöldinu, enda slepptum við bæði jóganu.