Einifellsferð

Fyrsta Einifellsferð ársins var núna um helgina.. Alltaf jafn gaman að mæta á Einifell í slökun, bjór, rauðvín, eldmennsku, spil, át og einfaldlega slökun.

Iðunn og Auður bjuggu til náttúrulegan bjórkæli við útidyrnar.

Eftirminnilegast var þó þegar Steini dró okkur Iðunni hringferð um lóðina að skoða stjörnur um hánótt.

Og við náðum jú einum Petanque leik, eða réttara sagt hentum við Steini nokkrum kúlum á svell- snjólagðan völlinn.

Á föstudagskvöldinu vorum við með ungverska gúllassúpu, en hægeldaða lambanskanka á laugardagskvöldið.. Og svo óhollustu morgunmatur á sunnudeginum.