Áramót Iðunnar

í bridge var svo að venju haldið í Kaldaselinu kvöldið fyrir gamlársdag. Alltaf jafn skemmtileg mót enda fyrst og fremst hugsað um að narta í mat annars vegar og hafa gaman af léttu spili hins vegar.

Það varð reyndar smá rugl á mætingu, eitt par datt út fyrirvaralaust og ekki náðist að finna annað til að hlaupa í skarðið.

Svo spillti ekki að við Iðunn unnum mótið annað árið í röð og í sjöunda skipti frá upphafi. Þetta var reyndar í tuttugasta skipti sem mótið er haldið..

Áramót Iðunnar í bridge 2014
Áramót Iðunnar í bridge 2014