Jólamót Jonna í skák

Við héldum Jólamót Jonna í skák í tuttugasta skipti í kvöld. Fyrsta mótið var 1993 og síðan hefur þetta aðeins dottið út einu sinni, árið 2008.

En.. óvenju fámennt í þetta skipti, satt best að segja fámennasta mótið til þessa – aðeins fimm mættu til leiks. Við tókum upp á því að hafa fjórfalda umferð í þetta sinn.

Jonni vann – og það í ellefta sinn, Ómar náði öðru sæti, Hlynur því þriðja – og við bræður voru í fjórða og fimmta sæti.

Jólamót Jonna 2014
Jólamót Jonna 2014