Jólahlaðborð Staka

Mættum með Staka í jólahlaðborð í Síðumúla 1, vel heppnað hefðbundið jólahlaðborð. Kannski aðeins of mikið af rauðvíni, bjór og Whisky. Kvöldinu lauk reyndar á slysi þegar Iðunn rann, datt á andlitið og slasaði sig – glóðarauga og brotin gleraugu. Var ekki alveg að kveikja strax á hvað þetta var slæmt.