Sambindisjólamatur

Árlegur jólamatur Sambindisins í Skildinganesinu..

Dagurinn hófst á fótboltaglápi, bjórdrykkju og heitum potti hjá þeim hörðustu..

En eiginkonurnar mættu svo í kvöldmat og nokkurs konar forréttasamkeppni, þar sem reyndar gleymdist að finna sigurvegara. Pörusteik í aðalrétt og kaffi, koníak og konfekt.

Tommi stóð að sjálfsögðu fyrir leikjadagskrá, það gekk lítið að púsla fyrr en Iðunn skipti yfir í okkar lið – og við Iðunn unnum vísbendingakeppnina.