Næstum því „julefrokost“

Við ákváðum að taka nokkurn veginn hefðbundinn „julefrokost“ tiltölulega snemma þetta árið, enda hefur gengið illa að finna tíma síðustu ár þegar nær dregur jólum.

Steinunn stakk upp á tælensku þema og mætti með frábæran tælenskan lambarétt.. hún var ekki tekin meira á orðinu en svo að Alli kom með Nan brauð, Brynja með marokkóskan pottrétt, sem var miklu betri en henni fannst, ég eldaði indverskan smjör-kjúkling, Iðunn gerði indverskan kartöflurétt og Kristín og Svanhildur mættu með ítalskan „panna cotta“ eftirrétt.

Óskar kom svo í eftirrétt og smökkun..

En sérlega skemmtilegt kvöld (þó ég sé búinn að stroka yfir kaflann í minningunni þar sem allir voru í rútubílastemmingu að syngja kátir-voru-karlar með öðrum texta) og gaman að hitta Halla & Steinunni eftir allt of langt hlé.

Ending gestanna var svo ekkert sérstaklega mikil, en annað kvöldið í röð hjá okkur..