Keila og rauðvínsskóli

Mætti með nokkrum úr Iðunnarvinnu í keilu og hamborgara í Öskjuhlíðinni.. náði besta (ja, minnst versta) skorinu í keilunni. Eiginlega ágætis hamborgarar, af svona hálf skyndibitastað að vera, en tveir þurftu að bíða fáránlega lengi eftir sínum mat.

Þaðan í rauðvínsskóla Ölgerðarinnar þar sem við fengum eitt freyðivínsglas, fjögur hvítvíns og fjögur rauðvíns. Alltaf gaman að smakka vín og fræðast í leiðinni – þó ég léti aðeins trufla mig þegar „kennarinn“ var að sýna mynd af mismunandi bragðsvæðum tungunnar, sem virðist vera langlíf „mýta“ eða misskilningur.

Þaðan lá leiðin í Kaldasel í smá bjór fram eftir kvöldi. Einstaklega skemmtilegir vinnufélagar sem Iðunn hefur náði sér í – þó „plötusnúðarnir“ í hópnum hafi ekki alveg verið að detta á uppáhaldsplötusnúðalistann minn.