Bæjarrölt og matarklúbbur

Fórum á smáflakk í bæinn, byrjuðum á Bunk Bar þar sem Védís Hervör var að klára, hljómaði vel þó við næðum ekki miklu. Rósa Guðrún tók við og var mjög fín. Þaðan yfir á Bravó þar sem við náðum Lay Low, sem var frábær.. og brást vel við þegar síminn hennar Iðunnar hringdi á allra versta tíma („amk. í réttri tóntegund“). Náðum hálfu lagi með Reykjavíkurdætrum á Íslenska barnum og hefðum viljað sjá meira. Hljómleikakvöldinu lauk með Átrúnaðargoðunum þar sem Bragi kom fram í fyrsta skipti.. mjög flott hjá þeim. Misstum aftur af Sindra Eldon, Amabadama, Futuregrapher.. já og nokkuð mörgum öðrum. Gripum smá snarl á´AliBaba.. en svo var haldið í Reynihvamminn í eldamennsku.

Kvöldið hófst á Margarita, svo truffluostur… nokkurs konar for forréttur. Auður & Steini buðu svo upp á alvöru reyktan lax í fyrsta forrétt. Marbella kjúklingur var frábær aðalréttur frá Krissa & Rúnu, skemmtilega ólíkur sama rétti úr öðrum matarklúbb fyrir nokkru. Vorum reyndar óvenju lélegt í rauðvíninu.

Krissi stýrði tónlistinni fram eftir og gerði eiginlega nokkuð vel og stemmingin þannig að Iðunn vaknaði til að taka þátt.