Laugarásheimsókn, sunnudagur

Vaknaði fljótlega með pestina sem hafði verið að hrjá Unni í gær.. Arnar var sömuleiðis lagstur og Agla hafði verið lasin um nóttina.

Svaf daginn að mestu af mér, Unnur sótti mig svo um sex leytið og ég keyrði heim. Var reyndar vel þreyttur þegar ég kom og hálf aumur megnið af nóttinni.

En burtséð frá pestinni sem lagðist á gestina þá var þetta vel heppnuð ferð, stórskemmtilegur félagsskapur, frábær matur og strax farinn að hlakka til næstu ferðar.