Laugarásheimsókn, laugardagur

Dagurinn hófst með eðal morgunverði í boði Alla – en Unnur var orðin sárlasin.

Alli þurfti að skreppa aftur í bæinn í smá reddingar og Brynja og Kristín komu ekki fyrr en um kvöldmat þannig að lítið varð úr dagskrá laugardagsins. Smá mini borðtennis, sóttum grill upp í bústað og undirbjuggum matinn.

Kolagrilluðum lambakótilettur, sem tókust bara eiginlega nokkuð vel til.. og ákváðum að setjast aftur að Fimbulfambi sem stóð eitthvað fram eftir nóttu. Við Iðunn og Kristín fórum svo upp í bústað og sváfum þar.