Blikasigur 40 ára

Kíkti á Kópavogsvöll í hádeginu að hitta gamla félaga úr yngri flokkum Breiðabliks frá áttunda áratugnum. Gaman að hitta hópinn og rifja upp gamlar sögur. Ég var reyndar til þess að gera lítið með 1974 þegar félagið vann þrjá Íslandsmeistaratitla á einum og sama deginum.. en var aðeins með árið eftir þegar við unnum tvo titla.

Horfði svo kvefarður innandyra á Breiðablik taka á móti Val í lokaleik deilarinnar þetta árið.. mikið hrikalega var fúlt að tapa fyrir Þór um síðustu helgi, hefði sá leikur unnist hefði Evrópusæti enn verið í myndinni.

Svolítið undrandi á Valsmönnum, virkuðu áhugalausir og pirraðir og aðallega hafa áhuga á að brjóta á andstæðingunum, hefði ekki komið á óvart þó fleiri en einn hefði verið sendur snemma í sturtu. Frekar daufur leikur framan af, en eftir að Blikar komust yfir var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Þar fyriri utan frekar skrýtið að stuðningsmenn Valsmanna skyldu sitja heima þegar liðið er í færi að ná Evrópusæti.. nema þeir séu ekki fleiri en þetta.