Laugarásheimsókn, föstudagur

Kíktum til Arnars og Unnar (og Unnsteins) að Laugarási.. þar sem þau búa í nokkuð skemmtilegu húsi, ekki beint sumarbústaður eins og við héldum. En mættum í fínni stemmingu eftir að hafa rifjað American Idiot upp á leiðinni.. Iðunn reyndar útkeyrð eftir að hafa „trommað“ nánast allan tímann.

Alli, Hrafnkell Máni og Agla Margrét mættu svo líka.

Við buðum upp á spínatspaghetti í einfaldan kvöldmat og duttum í að spila Fimbulfamb fram eftir nóttu. Létum nægja að koma okkur fyrir í húsinu frekar en að færa okkur yfir í nærliggjandi sumarbústað sem við máttum nota.