Landsleikir og spil í Kaldaseli

Enn eitt spilakvöldið í pókermótaröðinni okkar í Kaldaselinu..

En kvöldið hófst reyndar snemma.

Horfði á Danmörk-Ísland U21 eftir vinnu í Ármúlanum… fín úrslit. Vonandi ná þeir að klára dæmið heima.

Kom svo heim og horfði á Litháen-Ísland.. frábær leikur hjá íslenska liðinu og úrslitin eftir því. Ótrúlegt að sjá íslenskt landslið loksins spila alvöru fótbolta.

Svo mættu Þórhallur, Brynja, Alli og Maggi í spil.. Guðjón tók þátt í því síðasta – við náðum fjórum mótum, sem hefðu reyndar mátt ganga betur.