Lokaútgáfa af „Bugging Leo“

Fór í stúdíó að ganga frá endanlegri útgáfu af nýju lagi Fræbbblanna, Bugging Leo.

Jens var veikur en við gerðum smá lagfæringar á laginu eftir athugasemdum Rikka, en reyndar fengu þær ekki allar náð fyrir okkar eyrum.

Hvað um það, lagið er ekki líkt neinu sem við Fræbbblar höfum gert… og kemur út á safnplötu fljótlega.