Manstu í Ráðhúsi Reykjavíkur

Kíktum á sýninguna „Manstu?“ í Ráðhúsi Reykjavíkur.. í tilefni af 60 ára afmæli Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Gunna Sigga setti sýninguna upp og tókst einstaklega vel til.

Verst að vera orðinn svona gamall… ég mundi nánast eftir öllu sem var á sýningunni! Ja, kannski ekki alveg öllu…

Ég veit ekki hvort ég mátti taka mynd af einstaka munum, en gat ekki stillt mig um að taka mynd af auglýsingu Framsóknarflokksins.. ja, það er af sem áður var!

Framsókn

Fyrsti karatetími vetrarins

Fyrsti fótboltatíminn í gær.. og karate í dag. Kannski er ekki svo góð hugmynd að taka sumarfrí, enda ekki ætlunin, en ansi margar afsakanir fyrir því að sleppa því að mæta í sumar – engin reyndar góð.

Hélt reyndar að ég hefði haldið mér aðeins við. En það kom strax í ljós að það var ekki raunin. Eiginlega alveg búinn áður en tímanum lauk og farinn að fá krampa.. 

Og trúi því einfaldlega ekki fyrr en ég tek á því að Iðunn hafi orku til að mæta í Badminton í kvöld…

Fyrsti fótboltatími vetrarins

Þá er kominn vetur, fótboltinn byrjaður í Álftamýri.. við Postular erum núna 14, enda farnir að eldast og forföllin sífellt meiri.

En ansi var maður nú stirður í fyrsta tíma, mörg klaufamörk sem duttu inn og færi sem ekki nýttust, fyrstu fjórir leikirnir töpuðust illa en svo unnum við þrjá af síðustu fjórum – og jafntefli í þeim fjórða – og björguðum aðeins andlitinu með nokkrum góðum mörkum.

En gaman að hitta hópinn og alltaf einhver skemmtilegustu kvöld vetrarins, bjórinn og umræðurnar á eftir ekki síður hluti af stemmingunni.