Sylvía og Magnús mæta

Morgunmatur, strönd, steikur aspas á svölunum með mozzarella tómatasalati, foie gras, rauðvín..

Magnús & Sylvía voru í seinna fallinu en við fórum með þeim á kínverska New Ming í götunni.. allt í lagi kínverskur staður.

Stutt stopp á Crumbles, Terry enn lasinn, getur ekki staðið í fótinn – og svo Whisky smakk á svölunum..

Gaman að fá þau, en verst hvað Magnús var lasinn..

Smábátahöfn og Da Fano

Morgunmatur á svölunum…fórum í vínsmökkun á nýja rauðvínsstaðnum seinni partinn. Smá fótbolta gláp seinni partinn á Belfry. Náði ekki að veðja á Manchester City – Chelsea vegna þess að ég var staddur á Spáni.. ætlaði að setja á 1-1 nákvæmlega. Og leikurinn fór nákvæmlega 1-1!

Tókum strætó niður á smábátahöfn og fórum á Da Fano.. frábær matur hjá mér, en Iðunn minna hrifin. Röltum um smábátahöfnina og svo á Cherrys í götunni okkar, en Crumbles var lokaður.

Benalmadena - smábátahöfn - 2

Strönd, sardínur og steik

Létum morgunmatinn nægja heima í þetta sinn, kíktum á ströndina og í hádegismat á næsta veitingastaðnum.. ég fékk mér sardínur af gömlum vana, Iðunn „calamites“. Sardínurnar voru frábærar, en eitthvert óbragð var að trufla mig langt fram á kvöld..

Kíkti á Aston Villa – Arsenal á Belfry og ekkert sérstaklega leiðinlegt að sjá Arsenal í þessum gír. Rauðvín, ostar og skinka á svölunum seinni partinn.

Fórum á argentínska steikhúsið um kvöldið.. þeir áttu bara eina Kobe steik, 300 gramma þannig að við fengum okkur annað, og heldur betur frábærar steikur… og rauðvín í takt.

Kíktum svo á Crumbles við hliðina og sátum nokkuð lengi fram eftir að spjalla við Alex og Maite.

Benalmadena - sardínur - 1

Markaður og strönd

Byrjuðum á föstudagsmarkaðnum uppi við Tivolíið – þeas. eftir morgunmat í bakaríinu – og keyptum eitthvert smádót en ekki mikið.

Á ströndina eftir hádegi og ætluðum á Casino um kvöldið til að taka þátt í póker móti. Sættum okkur við nánast óæta hamborgara á írskum / enskum stað á leiðinni – og komumst að því að vefsíða Casinosins var ekki rétt, mótin eru bara fyrstu daga vikunnar. Peningaspiliið („cash game“) var rétt að byrja, en lágmarksinnkaup voru 100 Evrur sem við ákváðum að tíma ekki.

Nokkrir bjórar á Crumbles og svo til þess að gera snemma heim að sofa.

Benalmadena - Iðunn - 2

Benalmadena

Fyrsti dagurinn á Benalmadena.. morgunmatur í bakaríinu.

En dagurinn fór svo sem að mestu í rölt og fyrstu innkaup – og að heilsa upp á Terry á Crumbles. Terry var reyndar að glíma við bilaða kæliskápa og ekki með mat í boði.

Fengum okkur bjór á ströndinni við Bil Bil, svo á nýjan vínbar að smakka vín, eðal hrá skinku, smokkfisk og svínahnakka.

Út að borða á Flying India sem aftur vann sig upp á gæðalistanum. Frábær indverskur matur, hefur einu sinni brugðist en ekki í þetta sinn..

Kíktum á Crumbles um kvöldið í nokkra bjóra, en Terry var veikur heima.. Alex sonur hans stóð þó vaktina með prýði.

Benalmadena - Alex

Amsterdam – Malaga

IBC lokið.. smárölt í miðbæ Amsterdam, meiri vindlar, meiri bjór á Pilsener Club og svo í flug.

Fluginu seinkaði og Iðunn var kominn á flugvöllinn í Malaga klukkutíma á unda mér – óneitanlega gaman að hitta hana eftir að hafa verið að þvælast einn.

Fórum nánast beint út að borða á alveg ágætan ítalskan stað á móti okkur í götunni.

En alltaf gaman að koma til Benalmadena, svona hálf heimilislegt.. mátulega stór bær, allt til alls, en ekki of troðið.