Southampton

Dagurinn fór í að heimsækja Viktor í Southampton. Skólinn virkar mjög vel á okkur, hann virðist með ágætis íbúið og er þegar búinn að kynnast hálfum skólanum.

Ég var reyndar með einhvern aumingjagang og hef oft verið hressari..

En stutt heimsókn á bar og fundum svo ítalska staðinn La Tavernetta (eftir að fyrsti staðurinn sem við völdum var lokaður).. Mjög fínn ítalskur staður.. en aldrei þessu vant náði ég ekki að klára skammtinn.

En þetta er nokkuð löng lestarferð, um tveir tímar hvora leið þegar biðtíminn var tekinn með.

Southampton - 5