Thames, róðrarkeppni

Fyrri hluti dagsins fór í að hitta frændsystkini Iðunnar, þau Richard og Isabel, ásamt mökunum, John og Lou við Thames.

En pabbi þeirra, Tony, var að keppa í róðrarkeppni niður Thames – ásamt vel á fjórða hundrað annarra báta. Gaman að fylgjast með og rölta fram og til baka sitt hvoru megin við Thames, í rauninni alveg „nýtt“ hverfi fyrir okkur. Alltaf eitthvað nýtt í London. Gripum bjór og frekar ómerkilegan hamborgara á All Bar One. Og röltum meira..

Við ætluðum aldrei að finna bar sem sýndi Arsenal – Tottenham en við náðum seinni hálfleik á Empire Casino við Leicester Square.

Þaðan á Spaghetti House að borða ítalskan mat eina ferðina enn, sennilega uppáhalds hversdags ítalski staðurinn okkar í London.. eftir smá stefnulaust ráp enduðum við á Soho Comedy Club, náðum reyndar bara síðasta atriðinu.. en verulega fyndinn.

London - millenium - 2