Benalmadena – Malaga – London

Þá heimferð, með millilendingu í London.

Flugum með RyanAir.. sem er kannski ekki besta flugfélag í heimi, en ódýrt er það. Við fengum „boarding“ upp fyrir tilsettan tíma, en ekkert „boarding“ var hafið. Þarna biðum við í um fimmtán mínútur áður en byrjað var að hleypa um borð. Þá var okkur hleypt í næsta gang og látin bíða þar í tæpar tuttugu mínútur. Þegar á leið sáum við að farþegar úr fyrra flugi voru loksins byrjaðir að yfirgefa flugvélina. Eftir þessa bið var okkur hleypt áfram, bara til að bíða í næsta gangi í drykklanga stund.

En við komumst að lokum til London.

Einhvern veginn tekur alltaf tíma að komast í miðbæinn og við vorum eiginlega ekki búin að koma okkur fyrir á hálf lélegu hótelinu fyrr en um fimm leytið.

En alltaf gaman að rölta á milli baranna í London á föstudagseftirmiðdegi. Byrjuðum á hverfisbarnum okkar, þaðan á Shakespears Head og enduðum á Charing Cross þar sem við sátum úti við í góða stund.

Við áttum borð á japanska Roka við Charlotte Street.

Þeir eru svo sem ekkert að gefa matinn þarna.

En mikið svakalegar er þetta flottur staður og góður matur. Einn sá albesti.

En þjónustan var svona og svona, vínið kom ekki fyrr en eftir tvo fyrstu réttina og ég þurfti að bíða dágóða stund eftir réttum „verkfærum“.

Það sem truflaði þó mest var hávær lyftutónlistin, einhvers konar teknó-drum-bass-wannabe.. allt, allt of há.

Hef ekki tekið eftir þessu áður í þau skipti sem við höfum borðað þarna, kannski sátum við á vondum stað. En, ef símarnir okkar hefðu ekki verið batteríslausir.. þá hefði verið þægilegra að spjalla saman með SMS en að reyna að tala saman.

London - Iðunn - 2