Læknisferð

Magnús var enn frekar veikur og þarf nú svolítið til.

Við „linntum ekki látum“ fyrr en hann fór til læknis, enda stutt að fara og ódýrt í leigubíl. Það kostaði reyndar nokkrar ferðir að sækja nauðsynleg skjöl, en á endanum komst hann í rannsókn og læknarnir komust að því að hann væri með bronkítis og sýkingu í lungum. Undarlegt að enginn læknanna heima skyldi sjá þetta eftir ítrekaðar rannsóknir í margar vikur. En hann fékk sýklalyf sem vonandi vinna á þessu. Hins vegar var verra að læknirinn ráðlagði honum að drekka hvorki áfengi né kaffi.. bara alls ekki.

Við Iðunn fórum aðeins á ströndina og síðan í mjög síðbúinn hádegisverð á hinum sjávarrréttastaðnum við ströndina. Sæbrimi í þetta sinn, grillaður og frábær fyrir mig. Iðunn hélt sig við „calamites“.

En kíktum svo yfir götuna á ítalska staðinn í alveg ágætis mat og svo að horfa á seinni hálfleik hjá Malaga-Barcelona.. leikur sem hafði freistað mín mikið.. en Magnús var lasinn og Iðunn ekki nægilega spennt – og einhvern veginn nennti ég ekki einn.