Arroyo og smábátahöfn

Kíktum með Magnúsi & Sylvíu til Arroyo, meðal annars í klippingu og á alveg ágætis ítalskan stað í hádeginu. Röltum í smábátahöfnina og fengum okkur pizzu á Pinocio, sem bauð upp á pizzur á 5 evrur á þriðjudagskvöldstilboði.

Það lagði nú eiginlega línurnar þegar þjóninn spurði hvort ég vildi ekki franskar með pizzunni. Enda hef ég nú oft fengið betri pizzu. En ágætis ganga heim um kvöldið, stöldruðum aðeins við að horfa á maraþon vítakeppni Liverpool og Middlesbrough.. en enduðum svo á svölunum í Whisky og vindli. Magnús enn frekar slappur.

Benalmadena - kvöld rölt - 2