Sylvía og Magnús mæta

Morgunmatur, strönd, steikur aspas á svölunum með mozzarella tómatasalati, foie gras, rauðvín..

Magnús & Sylvía voru í seinna fallinu en við fórum með þeim á kínverska New Ming í götunni.. allt í lagi kínverskur staður.

Stutt stopp á Crumbles, Terry enn lasinn, getur ekki staðið í fótinn – og svo Whisky smakk á svölunum..

Gaman að fá þau, en verst hvað Magnús var lasinn..