Strönd, sardínur og steik

Létum morgunmatinn nægja heima í þetta sinn, kíktum á ströndina og í hádegismat á næsta veitingastaðnum.. ég fékk mér sardínur af gömlum vana, Iðunn „calamites“. Sardínurnar voru frábærar, en eitthvert óbragð var að trufla mig langt fram á kvöld..

Kíkti á Aston Villa – Arsenal á Belfry og ekkert sérstaklega leiðinlegt að sjá Arsenal í þessum gír. Rauðvín, ostar og skinka á svölunum seinni partinn.

Fórum á argentínska steikhúsið um kvöldið.. þeir áttu bara eina Kobe steik, 300 gramma þannig að við fengum okkur annað, og heldur betur frábærar steikur… og rauðvín í takt.

Kíktum svo á Crumbles við hliðina og sátum nokkuð lengi fram eftir að spjalla við Alex og Maite.

Benalmadena - sardínur - 1