Námskeið og fótbolti

Vaknaði snemma, annan daginn í röð, til að klára námskeið í beinu sambandi.

Hafði svo annað auga á leikjum i enska boltanum áður en ég fór með Jonna á Breiðablik-Fylki. Hefði viljað sjá Arsenal vinna, en erfiður útileikur.

En grátlegt að sjá Breiðablik missa leikinn niður í jafntefli. Fyrir minn smekk var Blikaliðið talsvert betra, meira með boltann, miklu fleiri færi og spiluðu betri fótbolta. Jöfnunarmark Fylkis var sérstaklega svekkjandi, ég held að Blikar hafi enn verið að fagna.

En – fyrir minn smekk, (en ekki hvers?) – var Blikaliðið að spila mun betur en á móti Fram, þrátt fyrir að sá leikur hafi unnist 3-0. Það gekk hins vegar illa að klára færin og bæði mörkin komu eftir nokkuð margar tilraunir.