Leikhús og Morgan Kane og Íslenski barinn

Kíktum á Íslenska barinn í bjór og smárétti – eða kannski ekki smárétti – en mjög góður matur. Og gaman að sjá hversu vel Guðjóni finnur sig í starfinu.

En þaðan á sýningu Heklu og félaga í Listaháskólanum á „Verk í vinnslu“.. skemmtileg sýning, eins og þær gerast bestar á þessu sviði.

Rigning

Næst á Bar 11 með Alla, Brynju, Kristínu og Svanhildi. Þar voru Morgan Kane var að halda sína (áttundu??) kveðjutónleika, reyndar með fleirum.

Vonandi er þetta ekki endanleg kveðja hjá þeim, því þetta er með skemmtilegri hljómsveitum landsins og platan þeirra dettur oft í spilun hjá mér.

Morgan Kane - Bar 11
Morgan Kane – Bar 11

En ég þurfti að vakna fjögur í morgun og við létum þetta gott heita.. heyrðum reyndar 1-2 lög með Saktmóðigur á leiðinni og virkuðu þeir með hressara móti. En hafði sem sagt rænu á að fara heim upp úr miðnætti..