Karfa og Halli Reynis

Fengum ekki miða á körfuboltalandsleikinn en horfðum á brothætta útsendinguna í sjónvarpinu. Hefði verið gaman ef þeir hefðu náð að vinna, en aðalatriðið að tryggja EM sætið.

Ég var reyndar með annað augað á Arsenal – Besiktas, sem var óþarflega spennandi og taugatrekkjandi.. en frábært að fá Arsenal enn eitt árið í Meistaradeildinni.

Kíkti svo á Halla Reynis á Rosenberg með Brynju og Stínu.. alltaf gaman að hlusta á Halla og nýja efnið forvitnilegt – missti reyndar af UniJon.

Halli Reynis - Rosenberg - lítil

En bestu fréttir dagsins komu auðvitað frá Öggu.