Iðunn fjörutíu og átta ára… það vantar nú eiginlega annað talnakerfi.. það er ekki mögulegt að þessi unglingur sé að nálgast fimmtugt.

En fórum á Grillmarkaðinn og fengum okkar “smakkmatseðilinn”, mjög skemmtileg blanda af ólíkum réttum, allt frá “allt-í-lagi” upp í “frábærir” – en allir áhugaverðir og skemmtilegar blöndur…

Svo á Íslenska barinn í tvo bjóra og nokkra vindla.. áður en Addi sótti okkur.