Breiðablik 3 – Fram 0

Þó skömm sé frá að segja mætti ég í fyrsta skipti í sumar á leik hjá Blikum… utanlandsferð, sveitaferð, HM, lítil stemming, mikið að gera hér heima hefur allt talið – og ekki vildi ég fara að mæta á útileiki.

En skrýtinn leikur, Blikar voru miklu betri, miklu meira með boltann og reyndu þó að spila fótbolta. Þau færi sem sköpuðust duttu ekki inn. Framarar vörðust mjög vel, kýldu fram og vonuðu það besta.. tvisvar, þrisvar hefði það getað gengið upp og ég var ekki hvað ég hef séð marga leiki þar sem varnarliðið stelur sigrinum í lokin.

En Framarar gáfu svo Blikum mark undir lokin, ég einfaldlega sá ekki nákvæmlega hvað gerði, var upptekinn að fárast yfir því að dómarinn skyldi dæma á Blika.. en allt í einu var Árni kominn með boltann og skoraði örugglega. Eftirleikurinn var auðveldur og í sjálfu sér ekki ósanngjarn sigur.

Blikaliðið heldur sér væntanlega uppi, en ég verð að játa að mér finnst ansi mikið vanta.. allt of mikið um erfiðar sendingar, hægt óþarflega á leiknum og hreyfing á manni án bolta ekki nógu mikil. En margt jákvætt og kannski þarf liðið að komast úr þessu „ströggli“ og finna sjálfstraust.

Ég vona reyndar að Framarar nái að halda sér uppi, þeir virðast ætla að byggja á ungum og efnilegum leikmönnum.. en mikið skelfilega spila þeir leiðinlegan fótbolta – amk. fyrir minn smekk.

Breiðablik-Fram