Körfubolti og hákarl

Byrjaði daginn á framhaldi á námskeið allt, allt of snemma. En dagurinn svo sem rólegur…

Fórum svo á Ísland-Bretland í Laugardalshöllinni… ekki leiðinlegt að sjá frábæran sigur Íslendinga og ekki spillti að Haukur Helgi var frábær. Isabel frænka Iðunnar og Louise mættu með Magnúsi og Sylvíu – og ekki vantaði fjölskyldu Hauks – og þær ákváðu að halda með báðum liðum.

Við kíktum svo aðeins á Íslenska barinn þar sem Guðjón var að vinna. Iðunn ákvað að „leyfa“ ensku stúlkunum að smakka hákarl og svartfugl og harðfisk. Þeim líkaði ekki illa við harðfiskinn, fannst svartfuglinn fínn en kúguðust við að smakka hákarlinn.. Guðjón bætti smá brennivíni við smökkunina og þær lifðu þetta af..Hákarl - 2 - lítil