Kaldaselsmatur

Fengum Helga & Þóru og Bjössa & Siggu og Berlindi & Gumma í mat… Krissi og Rúna kíktu þegar leið á kvöldið.

Eiginlega þokkalega vel heppnaður matur þó ég segi sjálfur frá, graskerssúpa, hnetusteik og svínalund.. melónusalat og ég man ekki hvað.

Var reyndar aðeins farinn að finna fyrir of mörgum bjórum, rauðvínsglösum þegar leið á kvöldið.

Undanúrslit HM

Jonni, Bragi, Máni (?) og kærastan hans kíktu með pizzur að horfa á einhvern ótrúlegasta fótboltaleik sögunnar.

Hef eiginlega enn ekki óljósan grun um hvað gerðist í þessum leik. Brasilía að tapa 1-7 á heimavelli í undanúrslitum HM.