Hellvar, Strigaskór nr. 42 og Sushi Submarine

Fræbbblaæfing, aðallega nýtt efni… ný plata í vinnslu.

Kíkti svo á Bar 11 – sem er nokkuð skemmtilegur hljómleikakjallari – Hellvar, Strigaskór nr. 42 og Sushi Submarine. Hellvar flott og klárlega ein besta hljómsveit landsins, Strigaskórnir talsvert betri en síðast þegar ég sá þá (sem er reyndar nokkuð langt og kannski minnið bara svona dapurt).. vel gert en ekki alveg mín deild, veit ekki hvort ég má kalla þetta Rokkabillí-metal (enda svona frasar tilgangslausir og hallærislegir). En ég náði bara einu og hálfu lagi með Sushi Submarine, ekki alveg nóg til að heilla mig þó þetta hljómaði svo sem ágætlega.

Belgía – Holland

Við Iðunn flugum til Brussel föstudaginn 31. maí og þvældumst um Belgíu og Holland í tólf daga, megnið af tímanum á bílaleigubíl.

Við stoppuðum stutt í Hoegaarden, einn lítill bjór, og vorum í Maastricht um helgina á bjórhátíð og TakeOne bjór barnum.

Þaðan beint til Brugge og ákváðum að sleppa því að taka krók til Chimay.

Við stoppuðum þrjá daga í Brugge í stað tveggja – ákváðum að láta Ghent liggja á milli hluta.

En frá Brugge til Tilburg þar sem við náðum að skoða La Trappe og gista eina nótt.

Gouda var næst á dagskrá, mikið um osta, bjóra og skringilega skemmtistaði.

Frá Gouda fórum við beint til Brussel, stoppuðum í Westmalle til að smakka einn bjór, en ákváðum að gista ekki á leiðinni.

Þar hittum við bæði Ástrósu & Þorfinn og Ástu Lovísu & Lóu auk þess sem við ráfuðum stefnulaust á milli bjórbara, veitingahúsa og einstöku verslunar – allt of mikið lokað sérstaklega komum við að of mörgum læstum dyrum á veitingastöðum borgarinnar á mánudeginum.

En fyrir þá sem hafa áhuga á ítarlegri frásögn þá má finna nokkra punkta á Tumblr.

Svo er eitthvað af myndum á Google,Picasa

Gouda - 20140605 - 212042 - lítil

Brugge - torg - 1 - lítil

Heimferð

Svo sem ekki í frásögur færandi, morgunmatur á nærliggjandi kaffihúsi, stutt labb á lestarstöðina, þaðan upp á flugvöll og náðum nokkrum bjórum fyrir flugið.

Addi sótti okkur svo til Keflavíkur.. og það er óneitanlega alltaf þægilegt að koma heim… vantar helst upp á þjónustuna.

Brussel á mánudegi

Mættum í síðbúinn morgunmat á Thon hótelinu, síðan ráf á milli bara og búða, þar sem barirnir höfðu vinninginn. Gripum pizzu og krækling og fórum svo í Evrópukerfið að hitta Ástu Lovísu og Lóu á Funky Monkey. Skemmtilegur írskur bar og gaman að hitta þær.

Röltum inn á hótel og fórum frekar seint í kvöldmat, flestir staðirniar sem við höfðum áhuga á voru lokaðir – og að svo var komið að því að við einfaldlega þurftum að velja eitthvað. Vorum heldur betur tekin í “bakaríið” á Le Marin.. rándýr, ómerkilegur matur og rándýrum atriðum troðið inn á reikninginn.

Stoppuðum svo á Delirium Tremens bjórgarðinum og sátum að sumbli fram eftir kvöldi