Jarðarför Fúsa

Sigfús Sveinson, Fúsi, bróðir Gunnu mágkonu, lést um miðjan mánuðinn. Hann hafði átt við erfið veikindi að stríða um nokkurn tíma.

En Fúsi er óneitanlega með skemmtilegri og mest „lifandi“ einstaklingum sem ég hef kynnst. Ég þekkti hann svo sem ekki mikið, en það kjaftaði alltaf á honum hver tuska (eða þannig) og hann var uppfullur af hugmyndum – lét reyndar ekki þar við sitja heldur dreif í að koma mörgum þeirra í verk.

Fúsi er gott dæmi um einstakling sem lifir vel í minningunni.