Einifellshelgi Goutons Voir

Ein skemmtilegustu kvöld ársins eru matar- og drykkjarhittingar Goutons Voir matarklúbbsins.

Þá eru einhverja skemmtilegustu helgarnar á hverju ári þegar við heimsækjum Auði og Steina á Einifelli.

Þannig að þegar þetta tvennt fellur saman og Goutons Voir hittist á langri helgi á Einifelli þá má láta sig hlakka til lengi…

Við Iðunn lögðum af stað eftir hádegi á föstudag eftir að Iðunn hafði gert grunninn að alvöru spaghetti sósu að eigin hætti – sem var etin um kvöldið.

Laugardagurinn fór í Petanque mót, allir spiluðu við alla og í fyrsta skipti tókst mér að vinna Einifells meistaramótið. Annars var gert hlé á spilamennsku til að snæða humar með skemmtilegri sósu og óvenjulegu meðlæti.

Um kvöldið grilluðum við hrossalund, sem var jafn fáránlega vel heppnuð og oftast áður á Einifell – og fengum Crème brûlée í eftirrétt.

Afgangar í hádegi og andabringur um kvöldið toppuðu svo átið þessa helgina.

Hins vegar verð ég að játa að ég er ekki með bókhaldið á rauðvíns- hvitvíns og bjórdrykkjunni á hreinu, eða Whisky, gin, skot…

En við Iðunn lengdum helgina aðeins með því að gista sunnudagsnóttina og rífa okkur upp í vinnu klukkan sjö.

Einifell - júní 2014 - Petanque 8 - lítil

Einifell - júní 2014 - kvöldmatur - lítil