Hellvar, Strigaskór nr. 42 og Sushi Submarine

Fræbbblaæfing, aðallega nýtt efni… ný plata í vinnslu.

Kíkti svo á Bar 11 – sem er nokkuð skemmtilegur hljómleikakjallari – Hellvar, Strigaskór nr. 42 og Sushi Submarine. Hellvar flott og klárlega ein besta hljómsveit landsins, Strigaskórnir talsvert betri en síðast þegar ég sá þá (sem er reyndar nokkuð langt og kannski minnið bara svona dapurt).. vel gert en ekki alveg mín deild, veit ekki hvort ég má kalla þetta Rokkabillí-metal (enda svona frasar tilgangslausir og hallærislegir). En ég náði bara einu og hálfu lagi með Sushi Submarine, ekki alveg nóg til að heilla mig þó þetta hljómaði svo sem ágætlega.