Brussel á mánudegi

Mættum í síðbúinn morgunmat á Thon hótelinu, síðan ráf á milli bara og búða, þar sem barirnir höfðu vinninginn. Gripum pizzu og krækling og fórum svo í Evrópukerfið að hitta Ástu Lovísu og Lóu á Funky Monkey. Skemmtilegur írskur bar og gaman að hitta þær.

Röltum inn á hótel og fórum frekar seint í kvöldmat, flestir staðirniar sem við höfðum áhuga á voru lokaðir – og að svo var komið að því að við einfaldlega þurftum að velja eitthvað. Vorum heldur betur tekin í “bakaríið” á Le Marin.. rándýr, ómerkilegur matur og rándýrum atriðum troðið inn á reikninginn.

Stoppuðum svo á Delirium Tremens bjórgarðinum og sátum að sumbli fram eftir kvöldi