Belgía – Holland

Við Iðunn flugum til Brussel föstudaginn 31. maí og þvældumst um Belgíu og Holland í tólf daga, megnið af tímanum á bílaleigubíl.

Við stoppuðum stutt í Hoegaarden, einn lítill bjór, og vorum í Maastricht um helgina á bjórhátíð og TakeOne bjór barnum.

Þaðan beint til Brugge og ákváðum að sleppa því að taka krók til Chimay.

Við stoppuðum þrjá daga í Brugge í stað tveggja – ákváðum að láta Ghent liggja á milli hluta.

En frá Brugge til Tilburg þar sem við náðum að skoða La Trappe og gista eina nótt.

Gouda var næst á dagskrá, mikið um osta, bjóra og skringilega skemmtistaði.

Frá Gouda fórum við beint til Brussel, stoppuðum í Westmalle til að smakka einn bjór, en ákváðum að gista ekki á leiðinni.

Þar hittum við bæði Ástrósu & Þorfinn og Ástu Lovísu & Lóu auk þess sem við ráfuðum stefnulaust á milli bjórbara, veitingahúsa og einstöku verslunar – allt of mikið lokað sérstaklega komum við að of mörgum læstum dyrum á veitingastöðum borgarinnar á mánudeginum.

En fyrir þá sem hafa áhuga á ítarlegri frásögn þá má finna nokkra punkta á Tumblr.

Svo er eitthvað af myndum á Google,Picasa

Gouda - 20140605 - 212042 - lítil

Brugge - torg - 1 - lítil