Punk 2014

Dagurinn fór í tvö viðtöl á Rúv, fyrst hjá Óla Palla og svo fyrir kvöldfréttir.

En aðal haus verkurinn var að búið var að fella niður flugið sem Glen átti morguninn eftir. Hann spilar í London á föstudagskvöld og þurfti nauðsynlega að komast út.. helst til Heathrow og helst ekki of snemma. Löng bið á línunni hjá IcelandAir skilaði loksins því að hann yrði bara sjálfur að kaupa farseðil og fengi hann greiddan. Við keyptum rándýrt sæti hjá Wow og leit út fyrir að það yrðu vandræði að koma gítarnum með. Nóg um það…

Þá var ekki ljóst hvernig færi með upptökur fyrir Rás 2, eitthvað vorum við Óli Palli, Bjarni hljóðmaður og fleiri að tala í kross.

Svo ákváðum við að bjóða hljómsveitunum og Glen heim til okkar í grill eftir „sándtékk“ og fyrir hljómleika.. frekar en að vera að skipta liði og finna veitingastað. Gummi stýrði matseldinni, sem hann, Steini og Assi sáu um.. og gott ef Helgi lagði ekki hönd á skeið. En gaman að gera þetta svona, skemmtileg tilbreyting.

En fólk mætti seint, þannig að við byrjuðum aðeins seinna og breyttum röðinni, Q4U byrjuðu, svo kom Glen og við Fræbbblar enduðum. En þetta var verulega vel heppnað kvöld.. eins og þeir vita sem mættu.

Matlock 2 - lítil