Tapas og Kaldasel

Gömlu vinnufélagar Iðunnar frá Þjónustumiðstöð Breiðholts bitu í sig að mæta á einhvers konar Abba hljómleika. Hittast fyrst á Tapas barnum og svo var boðið í partý í Kaldaseli.

ÞB - Tapas - apríl 2014 - 2 - lítil

Ég hef aldrei haft gaman af Abba þannig að ég mætti á Tapas barinn, svo fórum við Guðni beint upp í Kaldasel, að smakka nokkra bjóra og smá Whisky á meðan hinum leiddist (geri ég ráð fyrir) á Abba hljómleikunum.

En skemmtilegt partý, þó í þetta sinn væri full lítið dansað uppi á borðum..

ÞB - Kaldaseli - apríl 2014 - 2 - lítil

 

Vantrú, Elín Helena og Gaukurinn

Við ákváðum að taka því rólega þetta föstudagskvöldið.. enda nóg á gera á morgun.

Ég fékk mér reyndar bjór eftir vinnu, yfir „pool“.. og Iðunn mætti í ekki-lengur-rauða-sófann í bjór með sínum vinnufélögum.

Það lá leiðin svo á Hornið þar sem Vantrúarfólk hittist í mat.. alltaf skemmtilegar umræður þegar þessi hópur hittist.

Vantrú - Hornið - apríl 2014 - lítil

Við fórum reyndar áður en samkvæminu lauk til að ná í útgáfuhóf Elínar Helenu á Dillon. Náðum nokkrum lögum með Morgan Kane, flott eins og alltaf.. og sáum Elín Helenu, einhver skemmtilegasta hljómsveit landsins í dag. Nýju vinnufélagarnir mættir þangað, enginn friður…

ElínHelena-Dillon - apríl 2014 - lítil

 

En þar hittum við Jón Örn og fleiri og létum tilleiðast að reyna að ná Bootlegs á Gauknum, enda einhvers konar stuðnings hljómleikar fyrir Gaukinn – og sjálfsagt að styrkja þann frábæra stað.

Við náðum þó ekki að bíða eftir Bootlegs, tvær hljómsveitir eftir áður en kom að þeim.

Og þetta átti jú að vera rólegt föstudagskvöld.

Karate, Austurvöllur, Geysir, Micro bar

Annar dagur í æfingabúðum Richard Amos í Kársnesskóla í morgun.

Kíkti á Austurvöll með Viktori – og aðeins á English Pub að horfa á fótbolta og drekka einn bjór.

Austurvöllur - 5. apríl 2014 - lítil

 

 

 

 

 

Kvöldmaturinn á Geysi Bistro, sem kom bara þægilega á óvart, Iðunn fékk frábæran saltfisk og andalærið mitt var í góðu lagi. En þetta var sem sagt hópur frá Karatedeild Breiðabliks, svona að einhverju leyti í tilefni af æfingabúðum helgarinnar, Richard Amos, kom til landsins að kenna. En gaman að hitta hópinn utan æfinga, þó fæstir entust lengi.. enda æfing á morgun.

Við Iðunn fórum á Micro bar og fengum okkur átta bjóra smakk – kannski fjórir hefðu mátt nægja. En skemmtilegur bar og eitthvað fyrir okkur að fá svona marga ólíka bjóra. Vorum samt ekki lengi, fórum til þess að gera snemma heim..

Langaföstudagsfjölskyldumatur

Bingó á Austurvelli í hádeginu hjá Vantrú..

Tengdaforeldrarnir, Magnús & Sylvía, mættu ásamt Friðjóni & Sæunni & Marel – og Helga & Þóru í mat. Iðunn eldaði kalkún að hætti jólamáltíðar, Helgi & Þóra komu með auka kalkúnabringu og eitthvað týndist til..

En frábær matur og gaman að fá fjölskylduna, Anna & Palli reyndar í Boston.

Kvöldinu lauk svo með óþarflega miklum söng fyrir minn smekk en mikilvægri Whisky smökkun..

Ojba Rasta á gauknum

Kíkti á Ojba Rasta á Gauknum, flottir hljómleikar á einhverjum skemmtilegasta hljómleikastaðnum í bænum. Skal samt játa að þetta rapp-skot hjá þeim er ekki að gera mikið fyrir mig. Var reyndar hálf þreyttur eftir smá törn og karate æfingu fyrr um kvöldið, þannig að ég lét mér nægja fyrri hlutann, beið reyndar nokkuð lengi eftir að seinni hluti hæfist…

Ojba Rasta - Gaukurinn