Postulalokakvöld

Guðjón Heiðar tuttugu og níu ára í dag. Tuttugu og níu ára!

En Fræbbblaæfing seinni partinn, annað augað á Arsenal-Newcastle og svo lokatíminn í fótbolta, hjá svokölluðum Postulum (nei, ekki er trúartengt).

Sennilega mest spennandi lokakvöld frá upphafi Postulanna, eða að minnsta kosti síðustu 10 árin, þegar ég missti titilinn í síðasta leik.

Bragi sem hafði verið með forystu megnið af tímabilinu átti rétt rúmlega þriggja stiga forskot á Arnar, sem var hálf meiddur – en mætti samt.

En Bragi hélt forystu þar til þrjátíu sekúndur, eða svo, voru eftir.. Arnar var á toppnum í 30 sekúndur af fjögurra mánaða tímabili.. en einu sekúndurnar sem skipta máli.