Páskadagur í Fögrubrekku

Minn hluti ættarinnar hittist hjá Kidda í Fögrubrekkunni.. heimabakað brauð og freyðivín í forrétt í boði Öggu, þrjár tegundir lambalæra í aðalrétt, ég er ekki frá því að lítið eldað rósmarín-, hvítlauks- parmaskinku lærið okkar með sítrónu hafi komið nokkuð vel út.. Og svo súkkulaðikökubombur frá Góu og Kötu í eftirrétt.

Annars setið að sumbli og jafnvel söng fram eftir kvöldi.

Páskadagur - Helgi Maggi Kata Góa - lítil