London, heimferð

Smá auka búðar- og pöbbaráp en einhvern veginn er hugurinn alltaf við heimferðina þegar hún er „yfirvofandi“.

Mig hefur lengi langað á ítalska staðinn Assaggi en staðurinn lítill og vinsæll og við höfum aldrei fengið borð.

En náði loksins að panta í hádeginu, enda lítið að gera.

Í stuttu máli alvöru, ekta ítalskur staður með alvöru mat og stemmingu.. þurfum samt að ná kvöldmat þarna. Get eiginlega ekki beðið að komast þangað aftur.

Annars rölt í Covent Garden og svo út á flugvöll og heim, gekk svo sem vel, en óneitanlega nokkuð þreytt þegar heim var komið.

London - 2014

London, sunnudagur

Meira búðarráp, einstaka pöbb og ein Whisky búð, Vintage House.. Ég náði ekki sambandi við feðgana sem voru með miða á Tottenham-Cardiff.

Fórum á spænska tapas staðinn Dehesa í hádeginu, fínn staður, sérstaklega skinkur og pylsur og andalifrarpaté.. en stóð kannski ekki alveg undir væntingum (sem voru reyndar mjög miklar).

Sofnuðum eftir að við komum inn á hótel og náðum ekki að finna opið veitingahús við Charlotte Street, London virðist vera hálfgert sveitaþorp að þessu leyti á sunnudögum. Fundum loksins grískan stað. Elysée, sem var til í að taka á móti okkur… mig grunar við litlar vinsældir kokkanna. En þetta var nú einhver besti gríski veitingastaður sem við höfum farið á, reyndar er samkeppnin ekki mikil.

Kíktum á Casino við Tottenham Court Road á eftir, en engin alvöru spil í boði. Þaðan á Victoria Casino þar sem við hittum feðgana aftur og þá kom í ljós að þeir höfðu sent mér SMS með upplýsingum um miðana sem ekki hafði skilað sér. Einum þeirra gekk mjög vel í pókermóti, ég reyndi að spila en Iðunn var orðin lasin og við fórum heim eftir fjögur spil og fimm pund í mínus.

London - 2014 - 126 - lítil

London, annar dagur

Tókum því rólega, byrjuðum á morgunmat á litlum stað nálægt hótelinu og röltum svo niður á Oxford Street + Regent Street.

London - 2014 - 116 - B - lítil

Við mættum í hádegismat á Sale E Pepe, skemmtilegur ítalskur staður – ég var reyndar ekkert sérstaklega ánægður með humarspaghettíið, seigasti og ofeldaðasti humar sem ég hef fengið – held að aðrir hafi verið nokkuð sáttir með sitt. Annars fór dagurinn að mestu í ráp, pöbbar og einhverjar búðir.

Fórum á Mousetrap um kvöldið… 62 árið. Þegar ég kom fyrst til London 1978 var búið að sýna þetta í 25 ár og ég man að mér þótti það fáránlegt. En allt í lagi sýning og „nauðsynlegt“ að sjá hana.

Enduðum á Hilton Park Lane hótelinu á barnum á 28 hæð..

London - 2014 - MouseTrap - lítil